Víkurás - Franskir gluggar

SPROTA gluggar,  ýmsar stærðir og gerðir.

Málin sem skrifuð eru inn á teikningarnar, eru smíðamál SPROTA glugganna í millimetrum, þ.e.a.s. málið á þeim hluta gluggans sem gengur inn í hurðina.

Hæfilegt er að skera úr hurðinni 1 millimetra stærra en uppgefið mál, og hæfilegt er að panta glerið 1 millimetra minna en uppgefið mál - Algengast er að nota 4ja mm gler.

Öruggast er að skera ekki úr hurðinni eða panta glerið fyrr en þú hefur fengið gluggann í hendur, algengustu smíðamál eru, hæð:  830 - 1105 - 1380 - 1520 - 1655  og breidd:  255 - 355 - 455 - 555 - 655.

Athugið í sambandi við bogagluggana, ekki þarf að skera glerið með boga nema þegar hurðin er gegnheil.

Pöntunarnúmerin eru byggð upp á eftirfarandi hátt:
Fjöldi ljósopa á hæð X fjöldi ljósopa á breidd og hæð í millimetrum X breidd í millimetrum, einnig þarf að gefa upp úr hvaða viðartegund á að smíða gluggann eða litanúmer ef það á að afgreiða gluggann litlakkaðan, einnig þarf að gefa upp þykkt hurðarinnar og hvað á að nota þykkt gler.

Dæmi: 4x2-1105x555 Kirsuber + viðartegund/lakkað/málað/bogar.

Hurðir eru fáanlegar í öllum helstu viðartegundum s.s.: Askur, Beyki, Rauð Eik, Hlynur, Hnota, Kirsuber, Mahogny,  Tekk og Ölur, sprautulökkun einnig í öllum litum.

Hér getur þú  prentað út sérstök pantanaeyðublöð til útfyllingar eða sent okkur rafræna pöntun beint af netinu.

Hér getur þú  sent okkur fyrirspurn og fengið allar nánari upplýsingar.









Víkurás ehf | Iðvöllum 6 | 230 Keflavík | Sími: 421 4700 | Fax: 421 3320 | vikuras@vikuras.is
Forsíða | Starfsfólk | Staðsetning | Saga Víkuráss | Hafa samband